140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[20:35]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra í þessari ríkisstjórn nefndi fyrir ári ákveðnu nafni sambærilegt frumvarp og þetta sem átti að keyra í gegn á nokkrum dögum. Það var afskaplega vel orðað, hæstv. ráðherra kallaði það frumvarp bílslys. Þetta er þá væntanlega lestarslys og er afleiðing þess að spunameistarar Samfylkingarinnar og VG eru farnir að trúa spunanum úr sjálfum sér. Hér hefur því jafnvel verið haldið fram að almannahagsmunir ráði för. Þvílík fjarstæða. Enda er það svo að eftir allan þennan tíma er ekki enn þá búið að kanna hver áhrifin verða á heimilin í landinu. Ef ráðist er á undirstöðuatvinnuveg, alveg sama hver hann er, kemur það fyrst og síðast niður á fólkinu í landinu, (Forseti hringir.) fyrst og síðast niður á heimilunum í landinu.