140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[11:22]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Breytingartillagan felur í sér að skipað verði framkvæmdaráð sem í sitji fulltrúar innstæðueigenda, starfsfólks, sveitarfélaga og stofnfjáreigenda og að þetta framkvæmdaráð muni síðan velja stjórn sparisjóðsins í stað þess að hafa ákvæðið eins og það er í dag, að það séu stofnfjáreigendur sem velja stjórnina.

Markmiðið með þessari breytingartillögu er að tryggja að ákvarðanir stjórnar taki ekki einungis mið af hagsmunum þröngs hóps stofnfjáreigenda heldur allra hagsmunaaðila til að koma í veg fyrir að sparisjóðnum verði breytt í vogunarsjóði eða útlánastofnanir fyrir vini og vandamenn eins og gerðist hér fyrir hrun. Ég hvet hv. þingmenn til að samþykkja þessa breytingu á sjálfseignarformi sparisjóða.