140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[11:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í gegnum tíðina hef ég ætíð greitt atkvæði gegn hlutafjárvæðingu sparisjóða en hér er fundin leið sem gerir það að verkum að jákvætt óráðstafað eigið fé, þ.e. hið göfuga fé sparisjóðanna, er sett í sjálfseignarstofnun, algjörlega aftengt frá viðkomandi sparisjóði og á að stunda velferðarmál í anda sparisjóðsins sem breytist í hlutafélag. Hér er líka lagt til hvernig með það skuli farið þegar sparisjóðir sameinast hlutafélagi og ég er mjög ánægður með þá lausn og greiði því atkvæði með greininni.