140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[11:52]
Horfa

Baldvin Jónsson (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Núverandi form og framsetning samgönguáætlunar minnir að mínu mati gjarnan meira á innanhússmót í kjördæmapoti án atrennu og erfitt að sjá í mörgum tilfellum að áhersla sé á umferðaröryggi og -álag. Ég hvet þingheim til að endurskoða þessar starfsaðferðir við samgönguáætlun, ákallið eftir auknu lýðræði í samfélaginu er hávært og væri bein aðkoma almennings að úthlutun framkvæmdafjár stórt skref í þá átt og til þess fallið mögulega að auka traust til Alþingis um leið. Ég sit hjá við atkvæðagreiðsluna. (Gripið fram í: Stjórnsýsluna út á land.) [Kliður í þingsal.]