140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[11:52]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um fjögurra ára samgönguáætlun. Það er fagnaðarefni að sjá breytingartillögurnar sem þar eru komnar fram. Ég hefði, eins og sumir hv. þingmenn, viljað sjá meira fé lagt til samgönguúrbóta og öryggisatriða á höfuðborgarsvæðinu en fagna því sem þó er gert. Ég bendi sérstaklega á breytingartillögu númer 3 þar sem lagt er til að aukið fé verið lagt í það sem nú á dögum er kallað óhefðbundnar aðferðir við að ferðast á milli, þ.e. að ganga og hjóla. Ég fagna því sérstaklega og vona að þingheimur allur geti tekið undir það.