140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[11:53]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Samgönguáætlunin sem hér er til umfjöllunar hefur batnað og metnaður í henni hefur aukist og fyrir það ber að þakka. Það hefur verið nefnt hér í þessum ræðustól að það heiti kjördæmapot að berjast fyrir bættum samgöngum úti á landi. Svo er ekki. Þetta er ekki kjördæmapot, þetta er einfaldlega barátta fyrir auknum mannréttindum fólks sem þarf að fara yfir 600 metra háa fjallvegi milli skólahverfa. Við erum að berjast fyrir því að börnin í þessu landi geti ferðast með öruggari hætti á milli hverfa. Það er ekki kjördæmapot. (Gripið fram í.) Það er einfaldlega verið að berjast fyrir því að fólk í þessu landi búi við svipuð kjör þegar kemur að samgöngum (Forseti hringir.) rétt eins og öðrum málum í þessu þjóðfélagi.

(Forseti (ÁRJ): Um atkvæðagreiðsluna. Forseti minnir á að menn eru að tala hér um atkvæðagreiðsluna en ekki efnislega umræðu um samgönguáætlun. Þeirri umræðu er lokið.)