140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[11:59]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Virðulegi forseti. Já, ég tek svo sannarlega undir þessa breytingartillögu frá hv. þm. Jóni Bjarnasyni. Ég tel mjög mikilvægt fyrir þetta litla byggðarlag norður í Árneshreppi að vegalagningu þangað sé flýtt svo um muni og að þetta sé í nánustu framtíð og þetta sé sýnilegt. Það liggur alveg ljóst fyrir að íbúar á þessu svæði búa við gríðarlega skertar samgöngur þar sem vegasamgöngur eru stóran hluta vetrarins engar. Ég held að það sé mjög brýnt að þessari framkvæmd verði flýtt inn á fyrsta tímabil líkt og gert er ráð fyrir í þessari breytingartillögu. Ég styð þessa tillögu heils hugar.