140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[12:05]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Breytingartillagan sem við hv. þm. Atli Gíslason leggjum fram felur í sér að hægt verður að byrja fyrr og ljúka fyrr gerð Norðfjarðarganga en hv. umhverfis- og samgöngunefnd leggur til. Ef það væri einhver vilji til að taka á snjóhengjuvandanum væri hægt að nota aflandskrónurnar til að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs á mun lægri vöxtum en nú er. Þennan vaxtamun væri meðal annars hægt að nota í Norðfjarðargöng.

Við leggjum fram þessa breytingartillögu vegna þess að við ætlum ekki að bera ábyrgð á slysum í göngunum gegnum Oddsskarð. Þar er mikið hrun og vegarkaflinn er hættulegur upp að göngunum. Auk þess óttast ég að samþykkt heimildar til að (Forseti hringir.) fara í Vaðlaheiðargöng muni fresta gerð Norðfjarðarganga. Norðfjarðargöng þola enga bið. (Forseti hringir.)