140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[12:06]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Ég lýsi yfir stuðningi við þessa tillögu sem hv. þingmenn Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason hafa lagt fram um að flýta Norðfjarðargöngum eins og unnt er. Hér er um eitt brýnasta samgöngumálið að ræða hjá íslenskri þjóð og það kemur mér verulega á óvart hversu lítinn stuðning og lítinn hljómgrunn þessi tillaga fær á þingi vegna þess að við höfum fengið margar áskoranir um þetta mál og við þekkjum það vonandi vel flest sjálf hvers lags farartálmi Oddskarðsgöngin eru. Þetta er mjög brýnt umferðaröryggismál og þess vegna lýsi ég yfir fullum stuðningi við þessa framkvæmd sem er gríðarlega mikilvæg fyrir íbúa í Fjarðabyggð.