140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[12:07]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Það er með þessa tillögu eins og þær tillögur sem hafa verið felldar núna, að það er óþarfi að greiða henni atkvæði vegna þess að breytingartillögur meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar ganga út á hið sama. (Gripið fram í.) Samkvæmt þeim verða Norðfjarðargöng fyrsta jarðgangaframkvæmd sem farið verður í á forsendum samgönguáætlunar líkt og vegagerð um Bjarnarfjörð og Veiðileysuháls verður flýtt, líkt og vegagerðinni sem hér var rædd áðan, af Þverárfjalli og yfir í Skagafjörð, verður flýtt samkvæmt þeim breytingartillögum sem við munum greiða atkvæði um strax á eftir þessari atkvæðagreiðslu.