140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[12:22]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Þegar fjallað er um fjármagn til samgöngumála er rétt að setja það í samhengi við þær tekjur sem ríkissjóður hefur af umferðinni í landinu. Á árinu 2012 er ráðgert að ríkissjóður fái um 54 milljarða í tekjur af ökutækjum. Einungis 30% af þeirri upphæð renna síðan aftur til vegagerðar. Þegar verið er að setja tölur í samhengi við það fjármagn sem rennur til vegagerðar á það ekkert skylt við umræðu um veiðigjald. Það eina sem hlýtur að vera skýr krafa er að það renni meira en 30% af síauknum skatttekjum ríkissjóðs af eldsneyti, á ökutæki og á umferðina í landinu til vegagerðar. Vörugjald á eldsneyti hefur hækkað um 163% frá árinu 2008 en það hafa framlög til vegagerðar ekki gert. Að sjálfsögðu (Forseti hringir.) styðjum við þessa áætlun (Forseti hringir.) en það þarf að gefa meira í og það þarf að skila meiru af þessum skatttekjum sem ríkissjóður er að taka aftur til samgöngumannvirkja. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)