140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

samgönguáætlun 2011--2022.

393. mál
[12:31]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég er ánægður með að hafa framtíðarsýn til lengri tíma þó að hér sé verið að ræða eingöngu um 12 ár. En ég bendi á að aðaltekjustofn ríkissjóðs til vegaframkvæmda, olíugjald og bensíngjald, mun hverfa á næstu fimm eða tíu árum vegna þess að bílaumferðin er að fara yfir í rafbíla, metanbíla og slíka bíla sem ekki munu borga til vegakerfisins. Ég skora á hv. nefndir þingsins sem að málunum koma að vinna að breytingum sem leggja til grundvallar veganotkun í stað skattlagningar á bensín. Svo á ríkið að sjálfsögðu ekki að hafa vegamál og samgöngumál sem tekjustofn. Ég er sáttur við þessa tillögu, ég er sáttur við að líta til framtíðar og ég segi já við þessari tillögu.