140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

samgönguáætlun 2011--2022.

393. mál
[12:40]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tel það mjög mikilvægt að heimila Vegagerðinni að fara í rannsóknir, kortagerð og kostnaðargreiningu á mismunandi legu jarðganga til að tryggja öruggari samgöngur til Seyðisfjarðar. Það hafa verið skoðaðar mismunandi leiðir jarðganga til og frá Seyðisfirði. Uppi hafa verið hugmyndir um stórfellda jarðgangagerð en ekki liggur fyrir hvaða leið eigi helst að fara. Því tel ég mjög mikilvægt að Vegagerðin fái heimild til að fara í þessar rannsóknir og kortagerð og gera kostnaðargreiningu. Að sjálfsögðu kemur það síðan til kasta þingsins og inn í samgönguáætlun til lengri tíma, því að tillagan hefur ekki áhrif á röðun framkvæmda á samgönguáætlun til næstu 12 ára.