140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

samgönguáætlun 2011--2022.

393. mál
[12:52]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Nú liggur fyrir langtímaáætlun í samgöngumálum og er það fagnaðarefni. Með auknu fjárframlagi til samgöngumála frá því sem áður var ráð fyrir gert tekst okkur að flýta ýmsum mikilvægum framkvæmdum. Þar horfi ég til gangagerðar, brúarsmíði, breikkunar vega, tengivega og annarra framkvæmda. Þar horfi ég til allra landshluta sem koma til með að njóta góðs af. Ég vil sérstaklega vekja athygli á því að við erum að ráðast í stórátak til að efla almenningssamgöngur í þéttbýli. Þar erum við að brjóta blað í samgöngumálum. Nú er hugsað heildstætt, við horfum til sjávarins, til landsins og til loftsins og vonandi tekst okkur í haust að samræma stofnanakerfi (Forseti hringir.) í samgöngumálum þessum, með breyttu fyrirkomulagi eins og tillögur liggja fyrir um.

Það er ýmsar góðar fréttir að hafa og horfi ég þá ekki síst til strandsiglinga sem vonandi verða núna að nýju að veruleika á Íslandi.