140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki.

716. mál
[18:33]
Horfa

Magnús M. Norðdahl (Sf):

Herra forseti. Hv. þingmenn hafa hafnað fyrstu breytingartillögunni sem gerði ráð fyrir því að leysa mætti upp eignir sem seldar hefðu verið nauðungarsölu. Þetta ákvæði er annars eðlis og gerir ráð fyrir því að þeir sem hafa verið gerðir gjaldþrota en búskiptum ekki lokið eigi þess kost að gjaldþrotið sem slíkt verði af þeim máð ef þeim tekst að sýna fram á það að orsaka gjaldþrotsins sé að leita í þeim greiðsluerfiðleikum sem þeir lentu í vegna gengistryggðra lána. Orðalag ákvæðisins er meðal annars byggt á þeim úrskurðum sem fallið hafa um gildi laganna frá árinu 2010. Ég hvet hv. þingmenn til að samþykkja þessa grein.