140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

útlendingar.

709. mál
[18:44]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Það er auðvelt að gera úlfalda úr mýflugu, herra forseti. Ég held að engum hugsandi manni geti dottið í hug að hér sé um valdaframsal að ræða. Hér er um það að ræða að Frakkar hafa tekið að sér góðfúslega að veita þjónustu sem íslenska ríkið er ekki í færum til að veita. Sú breyting er nú fyrirhuguð að veita Frökkum rétt til þess að neita fólki um vegabréfsáritun til Íslands. Þeir hafa þegar rétt til að veita hverjum sem er vegabréfsáritun til Íslands svo að það er aðeins skjól í þessu. Og eins og innanríkisráðherra sagði svo réttilega áðan að hafi til að mynda utanríkismálanefnd, sem mun fjalla um þetta mál nú í kvöldverðarhléi, eitthvað við þetta að athuga eru hæg heimatökin fyrir innanríkisráðuneytið að kippa þessari (Forseti hringir.) beiðni til baka og losa Frakka undan þessari skyldu.