140. löggjafarþing — 127. fundur,  19. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:59]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er orðið tímabært að hefja hækkun veiðigjalds nú þegar vel gengur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Veiðigjaldið mun leggjast þungt á landsbyggðina nema tryggt verði að stór hluti þess renni aftur út á land til ráðstöfunar og uppbyggingar. Það væri hægt að tryggja með stofnun svæðisþinga. Engar slíkar tillögur hafa verið lagðar fram af meiri hlutanum og harma ég það.

Mér finnst jafnframt óábyrgt að samþykkja hækkun veiðigjalds án þess að hafa fengið í hendur vandaða úttekt á áhrifum hækkunarinnar á einstakar byggðir, ólík útgerðarfyrirtæki og samþjöppun í atvinnugreininni.

Frú forseti. Ég mun því sitja hjá við afgreiðslu þessa máls en styðja breytingartillögu hv. þm. Jóns Bjarnasonar og hv. þm. Atla Gíslasonar.