140. löggjafarþing — 127. fundur,  19. júní 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[22:10]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Frumvarpið mun hvorki tryggja sparisjóðunum aukið fjármagn né stærri viðskiptahóp. Ég spái því að það muni marka endalok sparisjóðakerfisins þannig að við munum hafa hér fjármálakerfi þar sem hagnaður á fákeppnismarkaði rennur í vasa eigenda bankanna en ekki til lækkunar á útlánavöxtum og til samfélagslegra verkefna. Það er mjög miður og þess vegna mun ég segja nei við frumvarpinu.