140. löggjafarþing — 128. fundur,  19. júní 2012.

fundarstjórn.

[23:11]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég vil gera athugasemd við þá dagskrá sem boðið er upp á á síðasta degi þessa þings. Nefndir þingsins hafa starfað að mörgum góðum málum og afgreitt þau út úr nefndum þingsins með meiri hluta og oft í ágætri sátt en þau rata ekki inn á dagskrá þingsins. Ég sakna sérstaklega rannsóknar á einkavæðingu bankanna og upplýsingalaga sem eru í þeirri nefnd sem ég sit, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, og voru unnin þar mjög vel. Mér finnst svakalegt að við skulum láta Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk komast upp með að vera með neitunarvald á þessu þingi.