140. löggjafarþing — 128. fundur,  19. júní 2012.

fundarstjórn.

[23:16]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég spyr enn og aftur hverju það sætir að frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd er ekki á dagskrá. Ég stóð í þeirri meiningu og fjölmargir aðrir þingmenn að það væri samkomulag um að ef málið væri tekið út úr nefnd ágreiningslaust, sem það var því það var enginn sem var á móti því að málið yrði tekið út þótt menn væru ekki á nefndarálitinu, fengi það að koma hingað fyrir þingið.

Það sem er athyglisverðast í þessu eftir að hafa hlýtt á hv. þm. Birgi Ármannsson er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar aðrar tillögur í málinu. Það eina sem fyrir honum virðist vaka er að tryggja að utanvegaakstur geti farið fram áfram átölulaust þangað til síðar, eða eins og hv. þingmaður sagði að það mundi tefjast eitthvað fram eftir haustinu. Ég spyr hæstv. forseta: Var ekki samkomulag um það að málið yrði tekið út, (Forseti hringir.) að það kæmi á dagskrá þingsins? [Kliður í þingsal.]