140. löggjafarþing — 128. fundur,  19. júní 2012.

þingsköp Alþingis.

852. mál
[23:23]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ákvæðið sem fjallað er um í þessari breytingartillögu snertir starf stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og afgreiðslu hennar á þeim málum sem til hennar berast, skýrslum frá eftirlitsstofnunum Alþingis. Hér er um að ræða viðbót í orðalagi sem ábending barst um meðan á þingfundi stóð í dag frá hv. þm. Álfheiði Ingadóttur sem ástæða var til að taka fullt tillit til. Sú breyting sem hér er er fyrst og fremst sett fram til skýringar þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þær skýrslur sem berast stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eiga að ganga aftur til þingsins með álitsgerð af hálfu þeirrar nefndar. Þarna er um að ræða einfalda breytingu sem á ekki að raska einu eða neinu í frumvarpinu.