141. löggjafarþing — 4. fundur,  14. sept. 2012.

Fjárlög 2013.

1. mál
[16:22]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Forseti. Til að ljúka því einhvern veginn sem ég var að tala um áðan hafði ég hugsað mér að bera fram fyrirspurn til hæstv. utanríkisráðherra. Við sjáum ágætlega yfirlit yfir framlög til þróunarsamvinnu, til sendiskrifstofa og fastanefnda o.s.frv. En síðan eru sérstök verkefni sem verið er að vinna að í ráðuneytinu. Ég nefni sem dæmi hluti eins og landgrunnsmálin, eins og norðurslóðasamstarfið ekki síst.

Ég vil inna hæstv. utanríkisráðherra eftir því hvort hann sjái einhverja þætti í starfseminni sem mjög brýnt væri að búa betur að en gert er í dag þannig að við getum tekið það með okkur inn í vinnuna við fjárlagafrumvarpið í haust.