141. löggjafarþing — 4. fundur,  14. sept. 2012.

Fjárlög 2013.

1. mál
[18:14]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég gleymdi spurningu hv. þingmanns um tryggingagjaldið. Það er á misskilningi byggt að verið sé að hækka tryggingagjaldið, eins og reyndar hefur verið leiðrétt í fréttum bæði af stjórnvöldum og þeim sem greiða það gjald. Það er verið að lækka atvinnutryggingagjaldið og til jafns við það mun almenna tryggingagjaldið hækka þannig að gjaldið verður það sama og verið hefur hingað til. Það er á misskilningi byggt að verið sé að hækka það.