141. löggjafarþing — 5. fundur,  18. sept. 2012.

varamaður tekur þingsæti.

[13:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hefur bréf frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar, Magnúsi Orra Schram, um að Magnús M. Norðdahl, 1. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvest., geti ekki gegnt varaþingmennsku þeirri sem hann hefur sinnt í forföllum Katrínar Júlíusdóttur, 4. þm. Suðvest. Í gær, 17. september, tók því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu, Amal Tamimi, og er hún boðin velkomin til starfa. Þessi skipti hafa verið tilkynnt á vef Alþingis.