141. löggjafarþing — 5. fundur,  18. sept. 2012.

fjárhagur Ríkisútvarpsins.

[14:01]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé mikilvægt að við fáum öll gögn málsins áður en við tökum umræðu um það hér. Þó að eitthvað hafi verið fyrirséð af þessum málum, og ég nefndi Ólympíuleikana af því að þeir voru auðvitað fyrirséðir sem dýr liður, finnst mér mikilvægast að við fáum gögn um það hvar veikleikarnir liggja áður en hægt er að taka afstöðu til þeirra aðhaldsaðgerða sem lagðar eru til. Ég þakka hv. þingmanni fyrir en við munum óska eftir fundi á næstunni til að átta okkur á því hvort staðan sé miklu verri en menn spáðu og hvar þessir veikleikar liggja. Ég held að það sé mjög mikilvægt, eins og hv. þingmaður nefnir, að þingmenn viti nákvæmlega stöðu þessa mikilvæga fjölmiðils sem er í eigu þjóðarinnar og miklu skiptir að við séum upplýst um rekstrarstöðu hans. (Gripið fram í.)