141. löggjafarþing — 7. fundur,  20. sept. 2012.

aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum.

[10:38]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður nefnir hagvöxtinn, en það er ýmislegt sem skýrir það að hagvöxturinn hafi ekki farið upp í 4–5% eins og menn voru að vona að yrði 2013. Hann er þó næstum því 3% sem er miklu meira en gerist og gengur í Evrópu. Atvinnuleysi er hér miklu minna, innan við 5% meðan það er að meðaltali 8% í Evrópu. Það hlýtur náttúrlega ýmislegt og að stærstum hluta hafa gengið fram sem um var samið.

Meira að segja hefur ríkisstjórnin bætt í fjárfestingar sem ekki var um samið í kjarasamningum, sem eru þau stórfelldu áform sem við erum að fara í núna samkvæmt fjárfestingaráætlun (Gripið fram í.) okkar sem örugglega munu skila sér í bættum hagvexti. Það er ýmislegt í pípunum núna, í fjárfestingarsamningum sem hafa verið gerðir og eru í undirbúningi sem auka okkur bjartsýni um að við getum aukið enn hagvöxtinn frá því sem nú er. Þannig að mér finnst fráleitt að halda því fram að við höfum svikið gefin loforð. Við hljótum að skoða vandlega aðkomu ríkisvaldsins að kjarasamningum í framhaldi af því að vera með svo stóran hlut í innleggi í þá (Forseti hringir.) sem er svo eilíflega, með röngu, verið að brigsla okkur um að hafa ekki staðið við.