141. löggjafarþing — 7. fundur,  20. sept. 2012.

ummæli forsætisráðherra um stöðu kjarasamninga.

[11:13]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ástæðan fyrir því að ég lagði til að þessi sérstaka umræða færi fram eftir hádegishlé er sú að þá gæfist tækifæri fyrir forseta að funda með þingflokksformönnum og við gætum gert breytingar á dagskránni.

Virðulegi forseti. Hér er ekki um að ræða neitt smámál. Þetta er alvarlegt mál. Yfirlýsing forsætisráðherra um að ríkið íhugi að koma ekki með sama hætti að kjarasamningum og verið hefur vegna gagnrýni aðila vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Það hefur verið boðað til sérstakrar umræðu í þinginu af minna tilefni. (Gripið fram í: … um fundarstjórn.)

Það er eðlilegt, virðulegi forseti að við þingflokksformenn setjumst niður með virðulegum forseta, finnum tíma í dag til þess að koma þessari umræðu fyrir þannig (Forseti hringir.) að þessi ummæli forsætisráðherra standi ekki þannig áfram.