141. löggjafarþing — 7. fundur,  20. sept. 2012.

frádráttur á tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum einstaklinga.

4. mál
[13:57]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Við getum verið sammála um að við höfum horft á mörg tækifæri ganga mönnum úr greipum. Bankarnir þurfa að taka þátt í að leysa vandann en Íbúðalánasjóður er auðvitað í annarri stöðu, ég veit að hv. þingmaður áttar sig á því. En hvað finnst hv. þingmanni um að leggja sérstakan hvalrekaskatt á hagnað bankanna til þess að mæta þessu?