141. löggjafarþing — 7. fundur,  20. sept. 2012.

stjórnarskipunarlög.

19. mál
[16:08]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég er pínulítið hugsi yfir þessu svari þó að ég gleðjist yfir þeim mikla samhljómi sem ég finn að er með mér og hv. þingmanni. Ég á sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem fjallað hefur með þessi mál. Þar höfum við saknað þess að Framsóknarflokkurinn taki ekki virkan þátt í störfum nefndarinnar með uppbyggilegum hætti vegna þess að mikill vilji er í nefndinni til að vinna að þessum málum í góðri sátt. Gefinn var góður tími til þess, allur síðasti vetur, og það hefði verið svo eðlilegt að sá flokkur sem átti eiginlega upptökin að þessu öllu með hugmyndum um stjórnlagaþing hefði komið af krafti inn í það starf með okkur og lagst þar á árarnar.

Hvað varðar skýrleika spurninganna sem verða í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október þá voru þær yfirfarnar af ótal sérfræðingum. Í næstu viku verður dreift kynningarefni á hvert einasta heimili á Íslandi sem skýrir málið vonandi ef eitthvað er óljóst.