141. löggjafarþing — 8. fundur,  24. sept. 2012.

hækkun á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu.

[15:16]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Fjárfesting í greininni var mikil hér árið 2005 en hún hefur ekki verið mikil á undanförnum árum þannig að sú fjárfesting sem farið var út í árið 2005 hefur sem betur fer nýst vel eins og fjölgun ferðamanna hefur verið undanfarin ár. Allar greiningar sem fram hafa farið, bæði sem hafa verið gerðar á vegum greinarinnar sjálfrar og eins á vegum fjármálaráðuneytisins, sýna að hér verður áfram fjölgun ferðamanna þó að greinin verði í almennu þrepi virðisaukaskattsins eins og flestar aðrar greinar. Meðgjöfin er þar með tekin frá greininni hvað þetta varðar og samt sem áður mun ferðamönnum fjölga. (Forseti hringir.) Enginn greiningaraðili heldur því fram að þessi hækkun verði til þess að ferðamönnum fækki. Þeim fjölgar bara ekki eins rosalega mikið og þeim hefur fjölgað undanfarið.

Við skulum leyfa greininni að vaxa við eðlilegar aðstæður en ekki með meðgjöf frá ríkinu.