141. löggjafarþing — 10. fundur,  25. sept. 2012.

fyrirkomulag umræðu um störf þingsins o.fl.

[14:40]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Í kjölfar orða hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar hér áðan þá endurtek ég það sem fram kom á opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun ásamt fjárlaganefnd. Það er búið að kæra til lögreglu málið varðandi þá skýrslu sem hvarf frá Ríkisendurskoðun. Grunur beinist að núverandi og fyrrverandi starfsmönnum, því miður. Það er erfitt þegar svona leki kemur upp því að þá liggja allir undir grun. Starfsfólk stofnunarinnar á því alla mína samúð. Það sem kom jafnframt í ljós, eins og ég fór yfir í ræðu minni, var að einn hv. þingmaður hafði þessa skýrslu undir höndum, hv. formaður fjárlaganefndar, Björn Valur Gíslason.

Þetta er þýfi vegna þess að þessum gögnum var stolið frá stofnuninni. Ég lagði ekki mat á innihald skýrslunnar, hvort það skipti máli í þessu eða ekki. Þetta er mjög alvarlegt fyrst framúraksturinn er slíkur, en eins og ég fór yfir gátu þingmenn ekki tjáð sig efnislega á fundinum vegna þess að það var einn maður með þessa skýrslu sem hvarf frá Ríkisendurskoðun. (Forseti hringir.)

Frú forseti. Ég vildi koma þessu á framfæri.