141. löggjafarþing — 10. fundur,  25. sept. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[14:58]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég skil spurningu hv. þingmanns rétt spurði hann af hverju ekki væri sama niðurstaða í fjárlagafrumvarpi 2013 og svo fjáraukalagafrumvarpi 2012. Það er vegna þess að með fjáraukalögunum er verið að óska eftir útgjaldaheimildum en til dæmis útgjöld sem byggja á afgangsheimildum fyrri ára eru heimildir sem þegar eru fengnar og ekki er verið að biðja um þær. (KÞJ: Næsta atriði.)

Næsta atriði, segir hv. þingmaður. Ég hef greinilega ekki áttað mig alveg á spurningunni og bið hv. þingmann að skýra mál sitt betur í næsta andsvari.