141. löggjafarþing — 10. fundur,  25. sept. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[15:12]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að fá að mótmæla hæstv. fjármálaráðherra, þeirri fullyrðingu að í fjáraukalögum birtist ekki áherslur ríkisstjórnar. Hvað eru 240 milljónir til kosningar um tillögur stjórnlagaráðs annað en áherslur ríkisstjórnar? Þótt verið sé að bókfæra þær með þessum hætti þá er þetta ekkert annað en forgangsmál ríkisstjórnar sem birtist með þessum hætti í þessu frumvarpi til fjáraukalaga.

Varðandi það sem ég spurði um í sambandi við löggæslumál á Suðurlandi þá hefði tilefnið verið ærið vegna þess að það er einmitt ófyrirséð. Það embætti hefur verið að glíma við margs konar rekstrarvanda og hefur þurft að bregðast við því með að fækka á vöktum þannig að menn óttast að öryggi borgaranna sé ekki tryggt. Fregnir hafa borist þess efnis að lögreglumenn hafa þurft að keyra fram hjá slysum vegna þess að annað alvarlegra slys hefur orðið annars staðar. Ef þetta er ekki ófyrirséð og brýnt úrlausnarefni sem á að sjást í fjáraukalagafrumvarpi þá veit ég ekki hvað það er, hæstv. fjármálaráðherra.