141. löggjafarþing — 10. fundur,  25. sept. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[17:29]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður talar um eignarhlut í Landsbankanum. Í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir að ríkið eigi eða haldi eftir ráðandi hlut í Landsbankanum, miði það við 70% og sé kjölfestueigandi í einum bankanna. Auðvitað má síðan endurskoða það þegar lengra er haldið en að minnsta kosti að svo stöddu á ríkið 70% í einum bankanna.

Hv. þingmaður talar líka um endurskipulagningu fjármálakerfisins eins og hún varð. Ég vísa hv. þingmanni á ágæta skýrslu sem fjármálaráðuneytið gaf út um þá yfirfærslu alla saman. Kröfuhafarnir áttu auðvitað kröfu í bankana. Ég er ekki með þá skýrslu fyrir framan mig en ég vísa hv. þingmanni og öðrum þeim sem hér í þingsal eru á þá skýrslu þar sem ítarlega er farið yfir alla þá atburðarás.