141. löggjafarþing — 10. fundur,  25. sept. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[17:31]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir svörin, en það sem ég á við er að íslenska ríkið stofnaði alla þessa þrjá banka og átti þá alla upphaflega eitt. Síðan voru þeir seldir eða eignarhlutinn var minnkaður, hvort sem það var gert með því að viðurkenna einhverjar kröfur eða á annan hátt. Það sem ég er að segja er að hér er lagt fram frumvarp til laga um sölu á eignarhlutum, en ég minnist þess ekki að það hafi verið svipuð lagasetning um sölu á eignarhluta þegar ríkið seldi sinn hluta í Arion banka og Íslandsbanka hf.