141. löggjafarþing — 12. fundur,  26. sept. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[18:16]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er óneitanlega sérstök túlkun að segja að Sjálfstæðisflokkurinn vilji kasta öllu fyrir róða þegar fyrir liggur frumvarp þar sem við mælumst til að þessu verði haldið áfram í því sáttaferli sem það var í. Verkefnisstjórninni verði falið að raða kostum endanlega niður og flokka og við munum fara eftir því í nafni sátta til að það sé hægt að ná fram því meginmarkmiði að hér ríki sátt um þessi mál um ókomin ár.

Ef hv. þingmanni finnst það vera smáatriði, smálagfæring að taka 10% af virkjunarkostum sem voru til umfjöllunar og breyta röðinni á þeim, þá hún um það.