141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

staða ESB-umsóknarinnar.

[11:05]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Eins og kemur fram í orðum hv. þingmanns þá er um að ræða töluverða hópa í samfélaginu sem eru sannfærðir um hvaða niðurstaða fáist úr (Gripið fram í: Svaraðu …) þjóðaratkvæðagreiðslunni. (Gripið fram í: Svaraðu spurningunni.) Hins vegar er stór hópur á landinu, stuðningsmenn Framsóknarflokks, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og annarra flokka, sem vill upplýsingarnar. Það er lýðræðisleg skylda okkar, að mínu mati, að tryggja að þær upplýsingar liggi fyrir þó að ég deili í sjálfu sér þeirri skoðun með hv. þingmanni að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan.

Það sem ég sagði í maí og varðaði þjóðaratkvæðagreiðslu snerist um að reifa einn af mörgum möguleikum sem eru á því í opnu pólitísku samtali hvaða skref er eðlilegt að taka næst.