141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:20]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í þessu efni virði ég fyrst og fremst þingsköp. Hv. atvinnuveganefnd hefur haft þetta mál til umfjöllunar og unnið vel í því að mínu viti í samstarfi við hv. umhverfis- og samgöngunefnd.

Ég tel eðlilegt að þær nefndir báðar komi áfram að málinu enda er um eitt mesta verndarplagg í sögu þjóðarinnar að ræða en einnig eru hagsmunir atvinnulífsins mjög ríkir í þessu máli. Ég mun ekki greiða atkvæði um þetta.