141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:29]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég styð tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra en tel hluta málsins skilyrðislaust falla undir verksvið atvinnuveganefndar og legg á það mikla áherslu að unnið verði þétt og ákveðið með atvinnuveganefnd í öllu ferli málsins og í allri ákvarðanatöku um það. Nú reynir á samstarfshæfnina.

Verndin og nýtingin eru nefnilega hvort tveggja atvinnumál og umhverfismál og það er gamaldags að búa til stöðugan ágreining á milli verndar og nýtingar. Við viljum láta þessa þætti vinna saman á sjálfbæran hátt. Látum nefndirnar því vinna saman sem eina svo að ábyrgðarþátturinn á málinu verði aukaatriði, ferlið og niðurstaðan verði aðalatriðið.