141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

133. mál
[15:28]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, allir þessir hlutir hafa verið skoðaðir, þar á meðal húsakosturinn, en engar afgerandi tillögur hafa verið settar fram. Hugmyndin er sú, eins og ég segi, að forstöðumenn fari yfir málin í samráði við samstarfsfólk sitt áður en nokkuð er ákveðið endanlega. Við höfum reynt að forðast að gera nokkuð sem er óafturkræft áður en slíkt vinnuferli fer í gang.