141. löggjafarþing — 14. fundur,  8. okt. 2012.

tillögur stjórnlagaráðs.

[15:23]
Horfa

atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég lít svo á að fyrirspurnarréttur manna hér snúi að opinberum málefnum. Ég lít ekki þannig á afstöðu manna í leynilegri kosningu í máli af þessu tagi, stjórnarskránni, sem ég held að væri skynsamlegt að reyna að halda á öðrum stað og stalli en (Gripið fram í.) ofan í pólitískum skotgröfum. Eigum við ekki að leyfa þjóðinni að kjósa og treysta á dómgreind hennar (Gripið fram í.) til að svara þessum spurningum? (Gripið fram í.) Frú forseti. Það verður ekki sagt að blessaðir sjálfstæðismenn komi vel undan sumri.

Varðandi Þorvald Gylfason nokkurn og hafi hann sagt það sem hér er eftir honum haft get ég ekki verið því algerlega sammála vegna þess að stjórnarskrárgjafinn er hér og það er ekki hægt að framselja það (Gripið fram í: Nei.) klippt og klárt að engar breytingar megi gera á frumvarpi sem Alþingi sjálft verður að afgreiða. En auðvitað hefur það mikið gildi ef skýr leiðsögn kemur út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það er það sem við vonumst til, að við höfum skýra leiðsögn við að styðjast þegar við svo tökum til við að leggja lokahönd á stjórnlagafrumvarp á þingi.