141. löggjafarþing — 14. fundur,  8. okt. 2012.

skipulag sérstakrar umræðu.

[16:17]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég vil koma hér upp undir þessum lið í fullri vinsemd til að gera athugasemd við eitt sem ég vildi ekki eyða of miklum tíma í við umræðuna vegna þess að tíminn er mjög knappur. Nú er búið að taka upp nýtt fyrirkomulag í þessum sérstöku umræðum þar sem þingmenn eru réttilega beðnir um að afmarka umræðuna vegna þess að tíminn er knappur. Þeir eiga að senda spurningar fyrir fram um þau atriði sem þeir leggja áherslu á í umræðunum.

Nú segir hæstv. utanríkisráðherra að spurningarnar hafi verið of margar og ekki verið nokkur leið að svara þeim en samt kaus hann að nýta að minnsta kosti helming tíma síns í eitthvað allt annað sem ekki var spurt um; að snúa út úr varðandi stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum.

Frú forseti. Ég vil óska eftir því að þetta verði rætt á vettvangi forsætisnefndar og formanna þingflokka (Forseti hringir.) til að það sé eitthvert gagn í því að menn sendi spurningar fyrir fram, sem ég (Forseti hringir.) hélt að væri í því augnamiði að gera umræður markvissari.