141. löggjafarþing — 14. fundur,  8. okt. 2012.

malbikun bílastæða við Reykjavíkurflugvöll.

13. mál
[16:47]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Manni sýnist að menn séu að deila um ýmsa þætti þessa máls. Ég tel ekki að málið sé þannig vaxið að menn geti ekki komist að niðurstöðu og það nokkuð hratt.

Hvað svæðið almennt varðar þarf að gera ýmislegt til að gera það snyrtilegra og umhverfið þarna í kring. Þó að þarna yrði til dæmis malbikað er það ekki óafturkræf framkvæmd ef menn ákveða að gera eitthvað annað við svæðið í framtíðinni. Það hlýtur að vera mikil prýði af því að menn geri nú gangskör í því að snyrta þarna í kring. Það er líka öryggisatriði fyrir þá sem nota flugvöllinn.

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni enn og aftur fyrir að vekja athygli mína á þessu máli. Ég mun fara í það strax að fá menn til að setjast niður og klára það.