141. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2012.

verndar- og orkunýtingaráætlun.

3. mál
[14:24]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það var þannig, svo að hv. síðasti ræðumaður fái tækifæri til að hlusta á það, að Alþingi Íslendinga tók ákvörðun um hvert þetta mál ætti að fara. (RR: Það var …) Það gerði þingið í þarsíðustu viku (Gripið fram í.) með 28 atkvæðum gegn 18. Einn af þessum 18 var vissulega hv. þingmaður og hefur hann fullkominn rétt sem hluti af minni hlutanum í þinginu til að flytja tillögu í hverri einustu 1. umr. um hvert einasta mál að það fari til annarrar nefndar en flutningsmaður telur eðlilegt. Hann getur gert það og ef hann vill gera það þá getum við átt margar skemmtilegar og fróðlegar stundir hér í stólnum til að ræða um þær atkvæðagreiðslur.

Um það að hér sé um vantraust að ræða á einhverja einstaka menn (Gripið fram í.) er auðvitað sérkennilegt. Þá verða menn að nefna þá sem vantraustið er á. (Gripið fram í: Þeir sitja í nefndinni.) En þeir sem leggja til, (Gripið fram í.) hv. þm. Bjarni Benediktsson og flokksfélagar hans og ekki síst hinn mikli umhverfisverndarsinni og náttúruverndarsnillingur hv. þm. Jón Gunnarsson sem hér situr, verða þá að svara því hvaða vantraust fer fram á (Forseti hringir.) hv. þingmenn Birgi Ármannsson, Ásmund Einar Daðason og (Forseti hringir.) sjálfan Árna Johnsen? Hvaða vantraust er það?