141. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2012.

verndar- og orkunýtingaráætlun.

3. mál
[14:35]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta er svolítið sérkennilegt karp því að samkvæmt því frumvarpi sem við erum að fara að greiða atkvæði um skiptir engu máli hvert rammaáætlun fór. Frumvarpið snýr eingöngu að umhverfismálum.

1. gr. er um afnám friðlýsingarákvæða. 2. gr. er um það að rústa þeim svæðum sem eru í biðflokki, þ.e. að afnema verndina á þeim. 4. gr. tekur fyrir allt samráð við umhverfisverndarsamtök. 5. gr. afnemur umhverfismatsákvæðið úr lögunum og 6. gr. tefur málið enn óendanlega og er algjörlega óskiljanleg.

Þetta eru allt saman greinar sem snúa að umhverfismálum beinlínis og koma atvinnumálum lítið sem ekkert við. Að sjálfsögðu á þetta að fara til umhverfis- og samgöngunefndar. Annað er náttúrlega algjörlega út í hött.