141. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2012.

störf þingsins.

[15:09]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég vissi ekki að reglan væri að taka fólk í munnlegt próf eins og í stúdentsprófunum (Gripið fram í.) þar sem það er yfirheyrt um málið. Þjóðin er ekki að fara í munnlegt próf. Þjóðin ætlar að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla fjallar um tillögur stjórnlagaráðs, ekki tillögur Péturs H. Blöndals. Ég hef reyndar þegar greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að ég verð í burtu á kjördag.

Því var haldið fram að ég hefði ekkert fjallað efnislega um málið. Það er ekki rétt. Ég hélt ræðu þegar skýrslan var flutt í fyrra. Ég hef fjallað vítt og breitt um tillögur stjórnlagaráðs í ræðu og riti síðan þær voru birtar. (Gripið fram í.)