141. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2012.

tillögur stjórnlagaráðs.

[15:39]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef ekkert við fundarstjórn forseta að athuga í þessum efnum.

Það hefur legið ljóst fyrir að lagt verður fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá í vetur. Það verður gert þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október liggja fyrir, þá verður það frumvarp lagt fyrir Alþingi. Það er búið að segja það, eins og krakkarnir segja milljón sinnum og það hlýtur að fara að komast inn í höfuðið á stjórnarandstöðunni hér í þinginu. Það þarf svo sem ekkert að fjölyrða meira um það, en ég segi það einu sinni enn: Frumvarp verður lagt hér fram í þinginu eftir að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu liggja fyrir og þá verður efnisleg umræða um frumvarp að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.