141. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2012.

menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

190. mál
[16:13]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Björgvin G. Sigurðsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það var það sem nefndin gerði í yfirferð sinni yfir málið í hittiðfyrra, hún lengdi frestinn en sá ekki fyrir að þetta með umsóknina um leyfið mundi standa í vegi fyrir einhverjum. Ég held að það hafi í sjálfu sér ekki verið fyrirsjáanlegt, en það reyndist svo.

Hvað hitt atriðið varðar munum við að sjálfsögðu skoða það í nefndinni. Við munum senda málið til umsagnar og fara yfir alla fleti sem upp koma á því. Það skiptir mestu máli að lagagjörð hvað þetta varðar sé vönduð og endanleg. Þetta snýr að einföldu atriði en miklu sanngirnismáli fyrir þann hóp sem í hlut á.