141. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2012.

kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

180. mál
[14:02]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Sem fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þykir mér ánægjulegt að segja þingheimi frá því, eins og sést á atkvæðatöflunni, að Framsóknarflokkurinn styður að sjálfsögðu þessa breytingu sem nú er verið að gera á kosningalögum, að fatlaðir einstaklingar sem ekki njóta fulls frelsis eins og við hin sem heilbrigð erum megi hafa aðstoðarmann í kjörklefa.