141. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2012.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[14:23]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil aðeins benda á að meiri hluti hv. allsherjar- og menntamálanefndar gerði þessa breytingu á stöðu fulltrúa starfsmanna í stjórn, þ.e. að hann væri án atkvæðisréttar en með málfrelsi og tillögurétt, þannig að ég tel að nefndarmenn hafi skoðað þetta mál og munu væntanlega gera það á nýjan leik eftir þessa umræðu.